27. október 2020 - Garðabær birti auglýsingu um skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag Urriðavatnsdala þann 26. október 2020. Lýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 27. október til og með 9. nóvember 2020. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Garðabæjar https://www.gardabaer.is/umhverfi/skipulag/skipulag-i-kynningu/ Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is15. október 2020 - Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir útivistarsvæðið í Urriðavatnsdölum. Samþykktin er í samræmi við 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi. Málsnúmer 2009538.