top of page

Garðabær stóð að forkynning tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðakotstölum á íbúafundi 6. apríl. Fundurinn var vel sóttur og einnig sendur beint út á Facebook. Hægt er að horfa á upptökuna með því að smella á hlekk hér fyrir neðan.



Áform landeigandans, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar, snúast um friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs og stækkun Urriðavallar meðal annars með lagning golfbrauta í gróðurdæld í Urriðakotshrauni.


Á íbúafundinum fjallaði Ingibjörg Marta Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun um fyrirkomulag friðlýsingarinnar og þau skilyrði sem fylgja henni. Þá sagði Steindór Gunnlaugsson, formaður Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar frá aðkomu sjóðsins og að lokum kynnti Edwin Roald golfvallahönnuður þær hugmyndir sem fyrir liggja um framkvæmdina.


Um forkynningu á tillögu að deiliskipulagi er að ræða og hafa íbúar í Garðabæ frest til 25. apríl til að koma með athugasemdir og ábendingar. Þær skal senda á netfangið skipulag@gardabaer.is.


Á vef Garðabæjar má finna nánari upplýsingar um skipulagsáformin, svo og hlekki á tillögu að deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð deiliskipulags.


Hlekkur á upptöku af íbúafundi Garðabæjar 6. apríl 2022

https://www.facebook.com/watch/live/?ref=watch_permalink&v=1424746571293888


Hlekkur á upplýsingar um skipulagstillöguna sem er til kynningar

https://www.gardabaer.is/umhverfi/skipulag/skipulag-i-kynningu/uppland-gardabaejar-urridakotsdalir-og-vifilsstadahraun


27. október 2020 - Garðabær birti auglýsingu um skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag Urriðavatnsdala þann 26. október 2020. Lýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 27. október til og með 9. nóvember 2020. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Garðabæjar https://www.gardabaer.is/umhverfi/skipulag/skipulag-i-kynningu/ Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is



15. október 2020 - Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir útivistarsvæðið í Urriðavatnsdölum. Samþykktin er í samræmi við 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi. Málsnúmer 2009538.

bottom of page