Tillaga að deiliskipulagi Urriðavatnsdala í forkynningu á íbúafundi í Garðabæ
- olafur4
- Apr 8, 2022
- 1 min read
Garðabær stóð að forkynning tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðakotstölum á íbúafundi 6. apríl. Fundurinn var vel sóttur og einnig sendur beint út á Facebook. Hægt er að horfa á upptökuna með því að smella á hlekk hér fyrir neðan.

Áform landeigandans, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar, snúast um friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs og stækkun Urriðavallar meðal annars með lagning golfbrauta í gróðurdæld í Urriðakotshrauni.
Á íbúafundinum fjallaði Ingibjörg Marta Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun um fyrirkomulag friðlýsingarinnar og þau skilyrði sem fylgja henni. Þá sagði Steindór Gunnlaugsson, formaður Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar frá aðkomu sjóðsins og að lokum kynnti Edwin Roald golfvallahönnuður þær hugmyndir sem fyrir liggja um framkvæmdina.
Um forkynningu á tillögu að deiliskipulagi er að ræða og hafa íbúar í Garðabæ frest til 25. apríl til að koma með athugasemdir og ábendingar. Þær skal senda á netfangið skipulag@gardabaer.is.
Á vef Garðabæjar má finna nánari upplýsingar um skipulagsáformin, svo og hlekki á tillögu að deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð deiliskipulags.
Hlekkur á upptöku af íbúafundi Garðabæjar 6. apríl 2022
Hlekkur á upplýsingar um skipulagstillöguna sem er til kynningar
Comments